Tjaldsvæðið á Húnavöllum
Húnavellir, Norðurland

Tjaldsvæðið á Húnavöllum er staðsett rétt við þjóðveg 1 í rólegu og fallegu umhverfi á Norðurlandi. Svæðið er fjölskylduvænt og umlukið náttúru og friðsæld.

Húnavellir eru einnig vinsæll staður fyrir ættarmót og aðra fjölskylduviðburði.
Ítarlegar upplýsingar má finna neðar á þessari síðu.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við umsjónarmann í síma 861-2319.

Húnavellir eru frábær stoppustaður fyrir þá sem eru á hringveginum eða að skoða Norðurlandið. Við hliðina á tjaldsvæðinu er gistiheimili og gestum stendur til boða sundlaug, heitir pottar og aðgengi að fallegum gönguleiðum í náttúrunni.
Blönduós er næsta bæjarfélag, aðeins í stuttri akstursfjarlægð, þar sem finna má matvöruverslanir, bensínstöðvar og veitingastaði.

Þjónusta á svæðinu
• Opið frá maí til október
• Salerni
• Sundlaug og heitir pottar (sjá verðskrá hér að neðan)
• Gönguleiðir
• Leikvöllur
• Rafmagn
• Ókeypis þráðlaust net í þjónustuhúsi
• Morgunverður í boði daglega

Lýsing á aðstöðu
Tjaldsvæðið er rúmgott og slétt grasflatarsvæði sem hentar bæði fyrir tjöld, hjólhýsi og húsbíla.

Á Húnavöllum er fjölbreytt afþreying í boði fyrir gesti á öllum aldri. Við hlið hótelsins er sundlaug og heitur pottur, sem snýr í suður og nýtur sólarinnar allan daginn. Sundlaugin er 17 metra löng og tilvalin til sundæfinga eða léttari sundleikja, en við hlið hennar er notalegur heitur pottur.

Á svæðinu er einnig góð íþróttaaðstaða, þar á meðal fótboltavöllur, sparkvöllur og skemmtilegt leiksvæði fyrir börn. Þetta gerir Húnavelli að frábærum stað fyrir bæði hvíld og leik.
Þjónustuhúsið er nýuppgert og býður upp á rúmgóð salerni og og setustofu. Á hlið hússins er uppþvottaaðstaða.
Bílaumferð er takmörkuð á svæðinu og hámarkshraði er 15 km/klst. til að tryggja öryggi allra gesta.

Reglur
1. Tjaldsvæðið er fjölskylduvænt og aldurstakmark er 20 ár nema í fylgd forráðamanns.
2. Allir gestir þurfa að skrá sig og greiða við komu.
3. Bílaumferð skal takmörkuð við að koma og fara, hámarkshraði 15 km/klst.
4. Næturró skal ríkja milli kl. 23:00 og 08:00.
5. Ólæti og ölvun eru ekki leyfð.
6. Rusl skal flokka og losa í tilheyrandi tunnur.
7. Hundar eru velkomnir en skulu vera í bandi og undir stjórn eiganda þeirra.
8. Sýnið náttúrunni, aðstöðunni og öðrum gestum virðingu.
9. Brot á reglum getur leitt til brottvísunar.

Verð – 2025

Tjaldsvæði
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Fullorðnir (13–66 ára): 2.600 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.500 kr
• Rafmagn: 1.500 kr á sólarhring fyrir hvert farartæki
• Gistináttaskattur: 400 kr per tjald/húsbíl á nóttu

Morgunverður (borinn fram 07:00–11:00)
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Fullorðnir (13–66 ára): 3.000 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.500 kr

Sundlaug og heitir pottar (opið 11:00–20:00)
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Unglingar (13–17 ára): 1.000 kr
• Fullorðnir (18–66 ára): 2.000 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.000 kr
• Handklæðaleiga: 1.000 kr

Líkamsrækt er að finna í íþróttahúsinu og er hún innifalin fyrir sundgesti.

Hjólaleiga – (3 klst.): Ný rafmagnshjól til leigu. 5.000 kr. á mann.
Innifalið: Hjól og hjálmur

Veiði – Svínavatni
Með Veiðikortinu er hægt að veiða í Svínavatni, sem er aðeins steinsnar frá okkur.

ÝTIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA!

*Í fylgd fullorðinna.

Tilboð fyrir hópa

Ættarmót, stórafmæli, fjölskyldu- og vinafögnuðir á Húnavöllum

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Húnavelli. Húnavellir er fjölskylduvænn áfangastaður á Norðurlandi, staðsettur í friðsælu umhverfi skammt frá þjóðvegi 1. Svæðið býður upp á fjölbreytta aðstöðu og afþreyingu og er því kjörinn staður fyrir hópa að hittast og njóta saman. Í gegnum árin hefur Húnavellir verið vinsæll staður til að halda ættarmót, stórafmæli, fjölskyldu+ og vinafögnuði.

👨‍👩‍👧‍👦 Fjölskylduvæn aðstaða

  • Leiksvæði fyrir börn: Á svæðinu er leikvöllur með leiktækjum sem henta börnum á ýmsum aldri.
  • Sparkvöllur: Við tjaldsvæðið er sparkvöllur.
  • Sundlaug og heitir pottar: Á staðnum er sundlaug og heitur pottur sem er opið frá kl. 11:00 til 20:00 alla daga.

📍 Pakkatilboð fyrir hópa á tjaldsvæðinu:
Við bjóðum sérstakt hópatilboð fyrir ættarmót, fjölskyldufögnuði og vinafundi.
Innifalið: Gisting á tjaldstæði, morgunmatur, kvöldmatur (hlaðborð) og aðgangur að sundlaug.

• Börn (0–5 ára): FRÍTT*
• Börn (6–12 ára): 5.000 kr. á mann / sólarhring
• Fullorðnir (13 ára og eldri): 10.000 kr. á mann / sólarhring
• Rafmagn: 1.500 kr. á sólarhring
(+ Gistináttaskattur: 400 kr. á tjald/húsbíl á nóttu)

📲 Bókið hér:
👉 https://parka.is/hunavellir-campsite/

🏕️ Gisting á Tjaldsvæðinu
Hér er svo verð fyrir gistingu á taldsvæðinu:

  • Börn (0–12 ára): FRÍTT*
    • Fullorðnir (13-66 ára): 2600 kr. á mann / sólarhring
    • Eldri borgarar (67+): 1.500 kr. á mann / sólarhring
    • Rafmagn: 1.500 kr. á sólarhring
    (+ Gistináttaskattur: 400 kr. per tjald/húsbíl á nóttu)

📲 Bókið hér:
👉 https://parka.is/hunavellir-campsite/
Þar má finna allar upplýsingar um aðstöðu, verð og greiðslu.

🏨 Gisting á Húnavellir Guesthouse – 10% afsláttur:
Við bjóðum 10% afslátt fyrir hópa af gistingum á Húnavellir Guesthouse með kóðanum: gamansaman
👉 https://hunavellir.is/
Sláðu inn afsláttarkóðann efst á bókunarsíðunni þegar þú skráir gestaupplýsingar, þar sem stendur (“Voucher Code”).
Afsláttarkóði: gamansaman

 

🍽️ Matur og drykkur

Morgunverður (borinn fram kl. 07:00–11:00):
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Fullorðnir (13–66 ára): 3.000 kr.
• Eldri borgarar (67+): 1.500 kr.

Kvöldverður – Hlaðborð fyrir hópa (borinn fram kl. 18:00–21:00)
• Börn (0–5 ára): FRÍTT*
• Börn (6–12 ára): 2.250 kr.
• Fullorðnir (13–66 ára): 4.500 kr.

💦 Sundlaug og heitir pottar (opið kl. 11:00–20:00)
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Unglingar (13–17 ára): 1.000 kr.
• Fullorðnir (18–66 ára): 2.000 kr.
• Eldri borgarar (67+): 1.000 kr.
• Handklæðaleiga: 1.000 kr.


🚴‍♀️ Útivist og hreyfing

  • Líkamsrækt er að finna í íþróttahúsinu og er hún innifalin fyrir sundgesti.
  • Gönguleiðir og falleg náttúra allt um kring.
  • Veiðileyfi í Svínavatni
    Með Veiðikortinu er hægt að veiða í Svínavatn, sem er aðeins steinsnar frá okkur. 
  • Hjólaleiga – (3 klst.): Ný rafmagnshjól til leigu. 5.000 kr. á mann.
    Innifalið: Hjól og hjálmur

Við hlökkum til að taka á móti ykkur og gera ykkar samverustund ógleymanlega. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda okkur póst á [email protected]

 

*Í fylgd fullorðinna.

 

Húnavellir er frábær Ættarmót, stórafmæli, fjölskyldu- og vinafögnuði

FREE WIFI

Because we all need a good wifi connexion to plan our next trip.

GREAT LOCATION

Enjoy the great and convenient location of our guesthouse in North Iceland.

FREE PARKING

Stay at our guesthouse and park your car or camper on our private parking, free of any additional charge.

EARLY CHECK-IN, LATE CHECK-OUT

More flexible than ever, made with our guests’ comfort and timing in mind.